15.12.2006 | 16:13
Eru góðar fréttir engar fréttir?
Stundum er sagt að engar fréttir séu góðar fréttir.
Þegar maður lítur yfir fjölmiðlana okkar þá virðist fréttamatið gjarnan vera þannig að góðar fréttir séu engar fréttir. Hjá þeim flestum er mjög afgerandi tilhneiging til að bjóða upp á vandamál frekar en lausnir, vera á móti frekar en með og hvetja til ófriðar frekar en finna flöt á sátt.
Oft er hreinlega pínlegt hversu langt fjölmiðlafólk þarf að seilast til að búa til ófrið og þreytandi hversu smá viðfangsefnin eru. Allt of sjaldan heyrir maður eða yfirvegaða umræðu um grundvallaratriði, miklu frekar froðukenndar upphrópanir sem eru svo almennar að enginn tekur mark á þeim og öllum er sama.
Þetta á eflaust að hluta til rót sína í mjög óþroskaðri og á köflum óheflaðri pólitískri umræðuhefð, en einnig því að það er í rauninni erfiðara að segja jákvæðar fréttir og finna lausnir en að benda á það sem betur mætti fara.
Það var því óskaplega gaman að fá inn um lúguna Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum við Háskólann í Reykjavík. Þar var lagt upp með að segja eingöngu góðar fréttir.
Það er vonandi að eitthvað af þeirri skæðadrífu af nýjum og endurnýjuðum fjölmiðlum sem koma munu á markað eftir jól verði áherslan á fleiri lausnir, uppbyggilegri gagnrýni og hrósi þeim sem hrós eiga skilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Karl Pétur,
Líttu hér á þessa frétt okkar á Vísi og segðu svo að það séu engar góðar fréttir. Íbúar höfuðborgarsvæðisins komast á skíði um helgina!
Bestu kveðjur,
Þórir
Þórir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.