22.10.2008 | 00:38
Íslenski Draumurinn
Söguþráður kvikmyndarinnar Íslenski draumurinn er myndlíking fyrir síðustu árin á Íslandi.
Álappalegur gaur (Tóti/Ísland) finnur leið til að græða mikla peninga hratt með því að taka mikla áhættu. Hann skuldsetur sig af kappi og sekkur til botns í sóun og vafasömum fjárfestingum. Frekar pirrandi nágranni (Felix Bergsson/Danske Bank) hans er með stöðugar umvandanir við hann.
Í ljós kemur að veldi hans er byggt á sandi og hann hefur jafnvel ekki hagað sér alveg lögum samkvæmt. Söguhetjan missir æruna, peningana og er dæmdur í fangelsi um hríð. Í fangelsinu er pirrandi nágranninn fangavörður.
Þegar hann kemur út tekur vinur hans (Jón Gnarr/alþjóðlegir fjölmiðlar) "reality check" með honum. Söguhetjan er stórskuldug og það sem verra er ærulaus. Á sama augnabliki ber að ólíklegan bjargvætt, fyrrverandi tengdaföður söguhetjunnar (IMF/Rússar) sem hjálpar honum að rísa á fætur með góðum ráðum og lánsfé.
Lausnin á vanda aðalsöguhetjunnar felst í að finna traust á ólíklegasta stað, sigrast á vandanum með þrotlausri vinnu yfir langan tíma.
Gæti Róbert Douglas hafa fundiðlausnina á vanda Íslendinga áður en vandinn kom upp?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.