Alger misskilningur

Landlægur misskilningur á eðli bankaleyndar í Lúxemborg ríður húsum í fjölmiðlum og umræðunni. Hluthafar bankastofnana (les. íslenska ríkið) hafa ekki leyfi til að aflétta bankaleynd í Lúxemborg.

Bankaleynd er fyrir Lúxemborgara eins og fiskimiðin fyrir Íslendinga. Að opna upp á gátt heilan banka og skoða allt sem þar hefur gerst myndi vera jafn óhugsandi fyrir Lúxemborgara og að sökkva kjarnorkukafbáti á Faxaflóa fyrir okkur. Þeir sem rjúfa bankaleynd í Lúxemborg eiga yfir höfði sér þunga refsingu, óháð því hvort þeir eigi bankana eða bara starfi hjá þeim.

Hinsvegar getur saksóknari í Lúxemborg í einstökum tilfellum sótt gögn í bankana, sé uppi rökstuddur grunur um glæpsamlegt atferli.


mbl.is Stjórnvöld í Lúxemborg veiti upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband